Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fossvogskirkja

Fossvogskirkja er í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún er grafarkirkja í eigu safnaðanna í  Sigurður  fossvogakirkja Guðmundsson, arkitekt, teiknaði hana. Hún var vígð 31. júlí 1948 og tekur 350 manns í sæti. Komið var fyrir líkbrennsluofnum í samvinnu við Bálfararfélag Íslands og þar hefur líkbrennsla farið fram fyrir allt landið síðan 1948. Árið 1980 var geymsluhúsnæði í vesturálmu breytt í bænhús til afnota fyrir kistulagningar og fámennar jarðafarir. Kapella var byggð við norðausturhorn kirkjunnar árið 1983 og er notuð á sama hátt og bænhúsið. Hún tekur 90 manns í sæti en bænhúsið 50-60. Austan kirkjunnar er listaverk eftir Einar Jónsson, myndhöggvara. Það er minnisvarði um þá, sem fórust með Glitfaxa, flugvél Flugfélags Íslands, árið 1951.

Fossvogskirkjugarður hefur verið í notkun frá því hann var vígður árið 1932 og tók hann þá við af
fossvogskepella  Suðurgötukirkjugarði sem þá var fullsettur, þó að grafið væri þar áfram í frátekin legstæði. Allt fram til 1980, þar til Gufuneskirkjugarður var vígður, var Fossvogskirkjugarður sá kirkjugarður í Reykjavík, sem aðallega var í notkun. Fossvogskirkjugarður er nú fullsettur en þar er áfram grafið í frátekið eins og í Suðurgötukirkjugarði. Fyrir framan Fossvogskirkju er afsteypa af Kristslíkneski eftir Bertel Thorvaldsen.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )