Flókatjörn er í Biskupstungnahreppi í Árnessýslu. Hún er 0,23 km² og í 90 m hæð yfir sjó.
Frárennslið fellur til Tungufljóts, og umhverfið er gróðurríkt mýrlendi.
Það er ekki akfært að tjörninni og gönguleiðin er um 3 km frá Litla-Fljóti, sem er við Biskupstungnabraut, veg 35.
Allvæn bleikja er í tjörninni, 1-3 pund.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 95 km og 40 km frá Selfossi.