Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flókadalsvatn og Hópsvatn

flokadalsvatn

Þessi vötn eru í Haganeshreppi í Skagafjarðarsýslu. Hópsvatn er 1,15 km², fremur grunnt og í 2 m hæð yfir sjó. Aðrennsli þess er Flókadalsá en útfallið um Sandós til sjávar. Flókadalsvatn er 0,78 km², nokkuð djúpt og í 15 m hæð yfir sjó. Flókadalsá rennur í gegnum það til Hópsvatns. Sami stofn af fiski er í báðum vötnum, sjóbirtingur og sjóbleikja, 2-3 pund.

Nokkuð er af vatnableikju og urriða og lax gengur um þau. Veiðihús er austan vatnanna, nálægt Minni-Reykjum. Góður vegur er meðfram vötnunum.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 400 km og 112 km frá Akureyri.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )