Flókadalsá Haganeshreppi í Skagafjarðarsýslu. Í Flókadalsá er sjóbirtingur og sjóbleikja og töluvert af laxi veiðist þar á hverju ári. Flókadalsá er þó þekktust fyrir sjóbleikjuveiði, þar sem í góðu ári veiðast á þriðja þúsund bleikjur. Flókadalsá hefur upptök í Selárdal og í drögum Nyrðriárdals og hún rennur eftir endilöngum Flókadalnum gegnum Flókadalsvatn og Hópsvatn, en útfall um Sandós til sjávar.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 388 km og 110 km frá Akureyri um Lágheiði.