Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flateyrarkirkja

Flateyri

Flateyrarkirkja er í Holtsprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Flateyri er kauptún við norðanverðan .

Kirkjan var byggð úr steinsteypu og vígð 1936 og henni er þjónað frá Holti. Brynjólfur Þórðarson, listmálari, málaði altaristöfluna og Leifur Breiðfjörð gerði fimm steinda glugga í kirkjuna. Vínkanna er úr kristal og aðrir merkir gripir eru kaleikur og patina, ljósakróna og ljósastjaki.

Við kirkjuna var reistur minningarsteinn um þá sem fórust í snjóflóðunum 1995.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )