Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjarðará – Norðfjarðará

Fjarðará er í Norðfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Upptök hennar eru á Hraundal og Fannardal og   í hana renna margir lækir á leiðinni til sjávar uns hún fellur í botn Norðfjarðar.

Umhverfið er margbreytilegt og að mestu gróið. Í Fjarðará er sjógengin bleikja, allgóð stærð og oft góð veiði. Stöku lax hefur fengist en er þó undantekning. Veiðistaðirnir eru margir víðsvegar með ánni. Fiskurinn gengur fremur seint í ána og tekur oft við sér eftir miðjan júlí, en fer það þó nokkuð eftir árferði.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 780 km og 70 km frá Egilsstöðum.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )