Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjarðará – Norðfjarðará

Fjarðará er í Norðfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Upptök hennar eru á Hraundal og Fannardal og   í hana renna margir lækir á leiðinni til sjávar uns hún fellur í botn Norðfjarðar.

Umhverfið er margbreytilegt og að mestu gróið. Í Fjarðará er sjógengin bleikja, allgóð stærð og oft góð veiði. Stöku lax hefur fengist en er þó undantekning. Veiðistaðirnir eru margir víðsvegar með ánni. Fiskurinn gengur fremur seint í ána og tekur oft við sér eftir miðjan júlí, en fer það þó nokkuð eftir árferði.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 780 km og 70 km frá Egilsstöðum.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Virkjanir á Islandi

Myndasafn

Í grennd

Neskaupsstaður, Ferðast og Fræðast
Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngu…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )