Útivistarfélagar endurreistu skálann á Fimmvörðuhálsi á árunum 1990-91. Þar var fyrir skáli Fjallamanna, sem var orðinn ónýtur. Fjallamenn voru frumkvöðlar í fjallamennsku og ferðalögum um hálendið. Baldvinsskáli er í 30-40 mínútna göngufjarlægð neðar á Hálsinum og þangað er hægt að aka. Fimmvörðuskáli er á háhálsinum, skammt vestan stikuðu slóðarinnar milli Skóga og Þórsmerkur. Hann eykur öryggi göngufólks og er ákjósanlegur ánigar- eða næturdvalarstaður. Þar er einnig hægt að dvelja lengur og ganga á jöklana til beggja handa, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
Skálinn er hitaður með olíuvél og þar eru nauðsynlegustu eldhús- og eldunaráhöld. Aðstæður salernis skálans eru sérstakar, því ekki er hægt að koma fyrir rotþró. Því eru gestir skálans beðnir um að fara eftir settum reglum um notkun þess. Einnig er gott að hafa í huga, að það er ekki alltaf rennandi vatn á svæðinu og síðari hluta sumars er erfitt að taka snjó til bræðslu. Skálinn hýsir 23 manns. GPS staðsetning hans er 63°37.320N W 19°27.093W.
Sími:562-1000
Skógar-Baldvinsskáli 12,5 Km.
Skógar- Fimmvörðuháls skáli 13.0 km.
Efni af vef Útivistar.
Simi: Fimmvörðuháls skáli 893-4910
utivist@utivist.is