Fellskirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Fell er bær og kirkjustaður í Sléttuhlíð. Þar var prestssetur til 1891, þegar það var flutt til Hofsóss. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Útkirkjur voru á Höfða og í Málmey. Kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1881-82.
Meðal annálaðra galdrapresta á staðnum var Hálfdán Narfason (15.-16. öld).