Eskihlíðarvatn er ágætt veiðivatn á Landmannaafrétti. Það er 1,53 km², dýpst 27 m og í 528 m hæð yfirog er að- og frárennslislaus á yfirborði. Gott er að aka að vatninu og umhverfi þess er fagurt í góðu veðri. Mikið er af fiski í vatninu, 2-5 punda bleikja. Vatnið var sagt fisklaust þar til bleikju og urriða var sleppt í það. Urriðinn hefur vikið smám saman. Vatnið er á friðlýstu svæði, „Friðlandi að Fjallabaki“. Veiðihús er við Landmannahelli.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km.
Veiðileyfið gildir fyrir öll vötnin
að Fjallabaki: