Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiríksvatn

Eiríksvatn er lítið stöðuvatn upp af Skorradal í Lundareykjadalshreppi í Borgarfjarðarsýslu.Það er 0,77   km² og í 278 m hæð yfir sjó. Suðurá rennur til þess en úr því Fitjaá í Skorradalsvatn. Raflínuvegur liggur frá Uxahryggum, hjá Eiríksvatni, niður í Skorradal. Talsvert er af silungi í vatninu, bleikja, 1-2 pund. Eitthvað hefur verið veitt í net með góðum árangri, einnig á dorg í gegnum ís. Við vatnið er eyðibýlið Eiríksstaðir.
Árið 1629 voru tveir bræður frá Stokkseyri á leið upp úr Skorradal til Þingvallasveitar. Þetta var að vetrarlagi í hörkufrosti. Þeir riðu austur yfir Eiríksvatn og misstu annan hestanna niður um ísinn. Þeim tókst um síðir að ná hestinum upp en höfðu blotnað mikið við verkið. Þeir fengu sér brennivín til að fá hita í kroppinn en hrepptu síðan mestu ófærð á Gagnheiði og sofnuðu Þeir gátu hvorki staðið upp né gengið, þegar þeir vöknuðu en veltu sér og skriðu niður að Svartagili í Þingvallasveit. Þaðan voru þeir fluttir til Þingvalla til séra Engilberts Nikulássonar (1598-1668). Hann hafði orð á sér fyrir að vera góður læknir. Hann varð að saga fæturna af báðum bræðrunum og annar þeirra missti auk þess flesta fingur.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b 90 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Skorradalur
Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala, 28 km langur. Vestast sunnan hans er Skarðsheiði, svo   Dragafell og Botnsheiði. Norðan hans er Skorradalshá…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )