Kirkjan er í innanverðum Jökuldal í Múlaprófastsdæmi. Hún var flutt frá Brú árið 1913 og er elzta kirkja Austurlands. Jóhann Briem málaði fallega altaristöflu í hana. Henni var þjónað frá Hofteigi til 1928, frá Kirkjubæ til 1956, frá eiðum og Vallanesi 1970, og síðan frá Valþjófsstað.
Eiríksstaðahneflar eru ofan bæjar og þaðan er gott útsýni. Hneflasel, sem fór í eyði 1875, stóð við syðri hnefilinn. Það var í 610 m.y.s. og hæst byggðra bóla.