Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eiðisvatn

Veiði á Íslandi

Eiðisvatn er í Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu á sunnanverðu Langanesi. Það er 1,9 km², dýpst 3 m og í 1 m hæð yfir sjó. Þrílækir falla til þess og frárennslið er til Eiðsvíkur. Slarkfær vegur liggur að vatninu, fær flestum bílum.

Óhemjumikið af bleikju er í vatninu, mjög góður fiskur. Fyrir nokkrum árum var kostað miklu til að koma laxi í vatnið til að reyna hafbeit. Árangur er svipaður og annars staðar á landinu. Stórt íbúðarhús er á Eiði með mörgum herbergjum. Fjöldi stanga er ótakmarkaður. Netaveiðin í vatninu hefur haldið bleikjustofninum í góðu jafnvægi.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 640 km  og 18 km frá Þórshöfn.

 

Myndasafn

Í grend

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Norðurlandi vestra Blanda ...
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi o ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )