Eiðakirkja er í Eiðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Katólskar bændakirkjur á staðnum voru helgaðar guðsmóður. Árið 1856 voru Eiða- og Hjaltastaðasóknir sameinaðar og síðar líka Kirkjubæjarsókn. Eiðaprestakall var síðan endurreist árið 1959 og kirkjurnar á Eiðum, Hjaltastað, Kirkjubæ og Sleðbrjót tilheyra því. Kirkjan, sem stendur nú á Eiðum, var reist 1886.