Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Digraneskirkja

Digraneskirkja er í Digranesprestakalli í Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Kópavogur skiptist upphafleg  digraneskirkja tveggja sókna, Nes- og Laugarnessókna, en árið 1952 varð bærinn að sérstakri sókn og eftir að íbúum fjölgaði og byggðin jókst, var henni skipt í tvennt, Kársnes- og Digranessókn.

Digranessöfnuður var stofnaður í ágúst 1971.

Fyrsta skóflustungan að Digraneskirkju var tekin þann 27. mars 1993 af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, og sr. Þorbergur Kristjánsson flutti ritningarorð og bæn.

Arkitekt var Benjamín Magnússon. Burðarþolshönnun sá Verkfræðistofa Guðmundar Magnússonar. Suðurverk hf. sá um jarðvinnslu. Byggingarmeistari var Hallvarður S. Guðlaugsson, múrarameistari var Björn Kristjánsson, málarameistari var Guðmundur Helgason, pípulagningarmeistari var Daníel Guðmundsson og rafvirkjameistari var Þórður Kjartansson.

Orgel kirkjunnar er 19 radda pípuorgel með 1128 pípum smíðað af Björgvini Tómassyni. Hökla kirkjunnar gerði Guðrún Vigfúsdóttir veflistakona og Elín Þorgilsdóttir saumaði og gaf altarisdúk sem er á altarinu.
Skírnarskálina gerði Jónína Guðnadóttir myndlistamaður úr Hafnarfirði. Leó Guðlaugsson Víghólastíg 20 gaf moldunarreku sem hann míðaði úr rekaviði af Hornströndum. Guðrún Vigfúsdóttir gaf handofið efni í hvítan hátíðarhökul og tilheyrandi stólu.

Fyrsti sóknarprestur við Digraneskirkju var sr. Þorbergur Kristjánsson, kveðjuguðsþjónusta sr. s Þorbergs var 30 júli, síðan sr. Gunnar Sigurjónsson, frá 1. ágúst 1995.
Fyrsti organisti við kirkjuna var Smári Ólason, frá 10. águst 1994 til 31. ágúst 1996. Sólveig S. Einarsdóttir 1. september 1996 til 31. ágúst 1997 og Kjartan Sigurjónsson frá 1. september 1997.

1995 var Alda B Indriðadóttir ráðin húsmóðir í eldhús Digraneskirkju. 11 maí 1997 gaf Rannveig Sigurðardóttir sóknarnefndarmaður í 26 ár og var að auki í kór Kópavogskirkju í áratugi í orgelsjóð kr. 100.000.- Hallvarður Guðlaugsson smíðaði og gaf kertastjaka fyrir páskakerti 1997 og einnig peninga og bænakassa í anddyri kirkjunnar. Fánastöng var sett niður við kirkjuna 20. mars, en flaggað var í fyrsta sinni við messu 22 mars 1998.
Í júní 1998 var sett þjófavarnakerfi í kirkjuna og það tekið í notkun 29. júní 1998.

Fyrsta kvöldsamvera með lofgjörðarhópi og altarisgöngu var 9. ágúst 1998. Kapellan var fyrst notuð fyrir jólatréskemmtun fyrir sunnudagaskólann 20. desember 1998 og síðan sunnudagaskólann frá 10. janúar 1999. 26. mars 1999 gaf ELKO kirkjunni sjónvarp og myndbandstæki fyrir orð Hallvarðs S. Guðlaugssonar.

Sumarið 2000 kom til starfa hjá söfnuðinum sr. Magnús Björn Björnsson.

Fyrsti kirkjuvörðurinn var Þórður Kjartansson frá 25. september 1994 til 30 sept 1999. Frá 1. febrúar

Loftræstingu og pípukerfi hannaði Lagnatækni, en Ísloft sá um uppsetningu þess. Rafteikning hannaði raflagnir. Geir Svavarsson hjá Rafís sá um hljóðkerfi kirkjunnar. Allar innihurðir og innréttingar sá smíðastofan Beyki um. Byggingarstjóri var Magnús Bjarnason.

Reisugildi kirkjunnar var haldið 4. desember 1993. og bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar.
Kirkjan var vígð 17. sunnudag eftir þrenningarhátíð, 25. september 1994 kl. 16:00 af Hr. Ólafi Skúlasyni biskupi yfir Íslandi, sr. Þorbergur Kristjánsson þjónaði fyrir altari ásamt biskupi, tónlistarflutning fyrir athöfn annaðist Smári Ólason organisti við Digraneskirkju, Örn Falkner organisti við Kópavogskirkju og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Við athöfnina sá Smári Ólason organisti um tónlistarflutnig ásamt Einari Jónssyni og Jóhanni Stefánssyni á trompet, Guðrún Lóa Jónsdóttir söng einsöng, ásamt kór Digraneskirkju og kór Kópavogskirkju.

Heimild: Vefur Digraneskirkju

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )