Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Cartagena

Cartagena er borg á Karíbaströnd Kólumbíu í 4 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn er u.þ.b. 800.000 og fólkið talar spænsku. Hinn nýi Ernesto-Cortissoz flugvöllur liggur í 10 km fjarlægð frá borginni. Greiðasta leiðin þangað frá Mið-Evrópu er um Caracas (Venezuela) og Mexíkóborg eða Aruba og Curaçao. Leiguflug eru líka tíð til Cartagena. Skemmtiferðaskip eru farin að stanza í höfninni á leið sinni um Karíbahafið.

Hin síðari ár hefur straumur ferðamanna til borgarinnar aukizt, þótt hitinn og rakastigið á fenjaskógavaxinni norðurströnd meginlandsins sé hátt. Cartagena er höfuðstaður Bolivarhéraðs. Hún er mikilvægur umskipunar- og verzlunarstaður auk þess að vera ein bækistöðva kólumbíska sjóhersins. Þar er talsverður iðnaður, s.s. olíuefnaiðnaður, leðurvöru-, vefnaðarvöru- og matvæla- framleiðsla. Í borginni situr katólskur erkibiskup og þar er kunnur háskóli (1827).

Hin síðari ár hefur straumur ferðamanna til borgarinnar aukizt, þótt hitinn og rakastigið á fenjaskógavaxinni norðurströnd meginlandsins sé hátt. Cartagena er höfuðstaður Bolivarhéraðs. Hún er mikilvægur umskipunar- og verzlunarstaður auk þess að vera ein bækistöðva kólumbíska sjóhersins. Þar er talsverður iðnaður, s.s. olíuefnaiðnaður, leðurvöru-, vefnaðarvöru- og matvæla- framleiðsla. Í borginni situr katólskur erkibiskup og þar er kunnur háskóli (1827).

Sagan.
Spánverjinn Pedro de Heredia stofnaði borgina Cartagena de Indias árið 1533 á hernaðarlega hagstæðum stað á nesi, sem var illt að sækja. þar voru reist rammbyggð virki. Þegar á spænska nýlendutímanum var borgin mikilvæg herbækistöð og útflutningshöfn. Árið 1627 voru byggð þar mestu varnarvirki Suður-Ameríku. Sunnan borgarinnar eru geysivíðlend láglendissvæði, sem ná alla leið suður til Venezuela og Ekvador. Á 19.öldinni bárust straumar sjálfstæðisbaráttunnar til háskólans í borginni.

Olíuvinnsla. Í tengslum við olíufund sunnan Cartagena blómstraði í borginni síðustu áratugi 20. aldar og hún hefur stækkað hröðum skrefum. Þessi stækkun hafði líka í för með sér fátækrahverfi, sem sífellst stækka við straum fólks úr strjálbýlinu til borgarinnar, þar sem smjör er sagt drjúpa af hverju strái. Eiturlyfjaviðskipti er varxandi vandamál, einkum meðal munaðarlausra barna, sem einnig stunda þjófnað í auknum mæli.

*Gamli borgarhlutinn er varðveittur með fjárhagslegri aðstoð frá UNESCO sem fágætar menningarminjar, en þar ber hæst höfnina, varnarmannvirkin og aðrar byggingar frá spænska nýlendutímanum. Aðaltorg borgarinnar, bæði fyrr og síðar, er Plaza de la Aduana Alcaldia, sem umgirt er ýmsum stjórnarbyggingum og dómkirkjunni. Á nýlendutímanum fóru þar fram hersýningar.

*Aðaldómkirkjan. Birkupskirkjan, sem er við torgið norðanvert, var reist á árunum 1575-1590. Í henni eru þrjú skip og stórkostlegt, gulli lagt barokaltari.

Nýlistasafnið er við torgið suðaustanvert og þar er að finna verk listamanna frá Suður-Ameríku.

*San Pedro Claver-klaustrið (líka kallað ‘La Compania’). Árið 1603 reistu jesúítamunkar klaustur við borgarmúrana. Byggingarstíll klausturkirkjunnar er athyglisverður. Hann er eiginlega af tvennum toga, barok og hallast líka í átt að endurreisnarstíl (manierismus). Jesúítapresturinn Pedro Claver starfaði í kirkjunni. Hann lét sér annt um negraþrælana og var því kallaður ‘postuli hinna svörtu’. Jarðneskar leifar hans eru í háaltarinu.

Sjóminjasafnið er við Calle Ricaurte. Þar er líka sjókorta- og sjávarlíffræðistofnunin.
Höll rannsóknarréttarins er vestan dómkirkjunnar við hið vinalega torg ‘Plaza de Bolivar með minnismerki um Símon Bolivar. Í höllinni, sem reist var á tímabilinu 1610-1676, er nýlendusafnið. Þar er að finna alls konar gömul skjöl og vopn frá dögum rannsóknarréttarins. Við hliðina er héraðsbókasafnið, bókasafn Fernández Madrid og Colcultura bókasafnið.

*Santo Domingo-klaustrið er vestantil í gamla borgarhlutanum. Það var byggt snemma á 17.öld og kirkja þess var reist fyrir 1570. Hún er elzta guðshús borgarinnar. Altariskrókur hennar er skoðunarverður.

Casa del Marqués de Valdehoyos. Í þessu fallega húsi bjó markgreifinn, sem hafði einkaleyfi fyrir þrælaverzluninni. Það er rétt fyrir norðan San Domingo-klaustrið.

Jorge Tadeo Lozano-háskólinn er enn þá norðar við Mercedtorg.

Cartagenaháskóli, sem stofnaður var 1827, er norðan dómkirkjunnar.

Pureta del Reloj er aðalborgarhlið gömlu borgarinnar. Á torginu fyrir framan það, Plaza de los Coches, var aðalþrælamarkaður borgarinnar.

Parque del Centenario er fallegur garður austan borgarhliðsins.

Ráðstefnumiðstöðin gnæfir yfir Muelle de los Pegasos. Hún er í nýtízkulegri lúxusbyggingu. Þar fara fram alls konar viðskiptaráðstefnur, menningarviðburðir o.fl.

Borgarleikhúsið (Teatro Cartagena). Þetta vinsæla leikhús er við Paseo de los Mártires.

San Francisco-klaustrið stendur hálffalið austan Muelle de los Pegasos. Þar bjó forkólfur rannsóknarréttarins áður en höllin var byggð.

India Catalina-minnismerkið stendur við norðausturjaðar miðbæjarins. Það eitt nýtízkulegasta minnismerki borgarinnar. Kvenímynd þess á að tákna indíánafrumbyggjana.

El Cabrero er borgarhverfi austan gamla borgarhlutans. Núnezhúsið er frægt fyrir einstakan byggingarstíl. Þar bjó Rafael Núnez, sem var forseti landsins og þekkt skáld. lengra til norðausturs er Ermita del Cabrerokapellan, þar sem Núnez liggur grafinn.

Santo Toribio-kirkjan (18.öld). Listsögulega mikilvægir hlutar þessa guðshúss eins og háaltarið, sem skreytt er glóandi gulli og listafagurt tréloftið í mudéjarstíl.

**San Felipe de Barajasvirkið. Bygging þess hófst árið 1536. Það er stórfenglegt og hið stærsta sinnar tegundar í allri Suður-Ameríku. Gríðarmiklir varðturnar, óvinnandi múrar, jarðgöng og ýmis stríðstól fá kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds þeirra, sem skoða það.

San Sebastián de Pastelillo-virkið er fyrsta varnarmannvirkið, sem byggð var i Cartagena. Það er við endann á Bahía de las Animas og hýsir Club des Pesca (klúbb sportveiðimanna).

Isla de Tierra Bomba. Á eyjunni standa tvö virki, Castillo de San Fernando og fuerte de san José de Bocachica, sem byggð voru til verndar Cartagenaflóa á 18.öld.

 

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )