Búrfellskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1845 og er elzta timburkirkja í Skálholtsbiskupsdæmi. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður, Blasíusi biskupi og Þorláki helga.
Búrfellskirkja var fyrrum útkirkja frá Klausturhólum en sóknin var lögð til Mosfells 1887.