Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfell Búrfellsgjá

Búrfell Búrfellsgjá
Mynd frá https://gonguleidir.is

Búrfell er eldborg ófjarri Valabóli, Helgafelli og Kaldárseli, u.þ.b. 7,5 km frá Hafnarfirði.

Þaðan rann   hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Þrátt fyrir samheitið Búrfellshraun, burfellsgjabera margir hlutar þess sín eigin nöfn, s.s. Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun og Smyrlabúðahraun. Heildarflatarmálið er u.þ.b. 18 ferkílómetrar.

Margir ganga gjarnan upp eftir hrauntröðinni innan girðingar Heiðmerkur, Búrfellsgjá (u.þ.b. 3,5 km) og Lambagjá. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára.

Gönguleiðin er bæði skemmtileg og þægileg. Ekið er meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Rétt áður en þangað er komið, stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum síðar er bílastæði á vinstri hönd. Þar hefst gangan eftir augljósan stíg upp á Búrfell og aftur sömu leið til baka.

Eftir stutta göngu komum við litlu misgengi og förum þar niður og yfir Vatnsgjá. Strax á hægri hönd má sjá skilti sem varar við klifri niður í gjánna sem er um fimm metra djúp. Sé farið varlega ætti það þó að vera fært flestu fullfrísku fólki. Enn er vatn í gjánni en hingað sóttu smalar og bændur vatn enda ekki mikið um það á þessum slóðum.

Við gjánna blasir við Gjárétt eða Gjáarrétt. Hún var reist árið 1839 og var fjallskilanefnd svæðisins allt til ársins 1920. Aftan við Gjárétt er Réttargerði þar sem smalar geymdu hesta sína og fé. Efst í gerðinu má sjá móta fyrir rústum af byrgi þeirra. Svokallaður Krýsuvíkur Gvendur er talinn hafa hafst við í Búrfellsgjá með fé sitt í einhvern tíma. Guðmundur Bjarnason hét hann og var talinn fjölkunnugur, erfiður í skapi og lund en skarpur og kraftmikill.

Við göngum áfram eftir gjánni sem breikkar nú töluvert og víða sjáum við hraun slútta fram yfir gjánna. Líkist helst sviði á 17 júní. Gjáin og við um leið beygir nú og um leið þrengist hún. Hér göngum við um verulega fallegt svæði, birkitré, hraunsprungur og hraunhvolf. Hrein og bein dásemd og líklega einstakt að geta gengið um svæði sem þetta.

Búrfell er 179 metrar á hæð og gígurinn sjálfur er 140 metrar í þvermál. Dýpstur er hann 58 metrar og grynnstur 26 metrar. Útsýni er fínt, við horfum yfir Húsfell, Valahnúka og Helgafell, Kaldársel og Vífilsstaðahlíð.

Áhugavert er að sjá hvernig gjáin liggur um hraunið í góðum sveig. En við göngum til baka sömu leið.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )