Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búlandsá

Búlandsá er í Búlandshreppi í Suður-Múlasýslu. Upptök hennar eru í innstu drögum Búlandsdals. Hún rennur eftir endilöngum dalnum, fellur út úr honum í háum fossi og síðan 1,5 km um flatlendi til Berufjarðar. Fossinn er ekki fiskgengur, en að honum kemst fiskurinn. Sjógengin bleikja er í Búlandsá, fremur smá en stærri fiskar innanum. Veiðistaðirnir eru margir og má þar m.a. nefna Ós, Brú og Foss. Veiðitíminn er seinni part sumars eða þegar bleikjan fer að renna upp í árnar, sem er breytilegt eftir árferði.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 575 km og örskammt er að aka frá Djúpivogi.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )