Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brúnavík

Brúnavík er fyrsta víkin sunnan Borgarfjarðar eystri. Hún er nokkuð breið og snýr móti norðaustri. Upp   af henni er allbrattur dalur með grónum melhryggjum og mýrlendi.

Þarna var löngum tvíbýli, þar til víkin fór í eyði árið 1944. Búsetuskilyrði þóttu góð þarna fyrrum, góð tún og engjar, nokkur fjörubeit og snjólétt að jafnaði.

Lendingin í víkinni var allgóð. Þar er nú neyðarskýli SVFÍ. Klettarnir í botni víkurinnar eru ríólítmyndanir, sem sandfjaran ber keim af, og margir hafa gaman af því að rölta um hana.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )