Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brúará – Hamrar

Brúará Hamrar

Brúará er næststærsta lindá landsins. Hún á upptök á Rótarsandi og Brúarárgljúfrum, sem eru falleg  bruara 1962 náttúrusmíð. Hún er ekki ýkja gjöful laxveiðiá nema niðri við ármótin við Hvítá. Veiðistaðurinn þar heitir Hamrar og þar fengust oft stórir laxar. Laxinn gengur upp alla ána og þverána Hagaós, þar sem er líka allgóð veiðivon. Bleikjuveiðin í ánni er allgóð og stærðin getur farið upp í 7 pund. Víglundur J Guðmundsson 1905-1987 stundaði laxveiðar á stöng lengst af fyrir landi Hamra, eða nálagt 30 ár. Veitt var um helgar og einkum síðsumars, veiði var misjöfn en stundum meiri en almennt gerðist og óvenju vænn fiskur uppistaðan.

bruara storlaxar

Á myndinni  frá 1952 er hin stóri frægi 37.5 punda hængur, 122 cm á lengd og 66 sm að ummáli, en hinn laxinn er fast við 30 pund. Samanlagt veiddu félagarnir tveir 30 laxa þessa helgi og var samanlögð þyngt á fimmta hundrað pund. Mesta helgarveiði þeirra félaga var rösklega 50 laxar og var vörubíll þá með í förum. Myndin sýnir Víglund með 17 laxa u.þ.bil 10 árum síðar.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )