Það veiðast fáeinir tugir laxa í henni, en það er hittingur og oftar en ekki silungsveiðimenn sem detta í lukkupottinn. Helst veiðist laxinn fyrir löndum Spóastaða og Sels.
Mikið af laxinum, sem fer í Brúará, er talið vera á leið í Hagaós, útfall Apavatns til Brúarár. Þar er oft þokkaleg veiði og sumaraflinn hefur náð 2-300 löxum þegar allra best hefur staðið á. Algengara er þó að talan sé mun lægri. Hver bóndi selur fyrir sig í Brúará, en Hagaós hefur lengi verið í útleigu.