Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brokey

Brokey, mikil hlunnindajörð, er stærst Breiðarfjarðareyja.

Þar bjó Jón Pétursson, fálkafangari, (1584-1667). Hann sigldi víða á yngri árum og kunni  þýzku, dönsku og ensku, sem var fátítt. Hann hlúði að og nýtti æðarvarp í eynni og var frumkvöðull að dúnhreinsun og útflutingi hans. Hann eignaðist 30 börn, hið síðasta, þegar hann var á níræðisaldri.

Hans Becker, danskur maður, bjó þar og var gerður að lögmanni Norður- og Vesturlands á f.hl. 18. aldar. Hann samdi m.a. ritgerð um viðreisn Íslands. Leifar kornmyllu, sem Vigfús Hjaltalín setti þarna upp, sjást enn þá.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Öxney
Öxney er önnur stærsta eyjan undan Skógarströnd og henni fylgja nálægt hundrað eyar, hólmar og sker. Svo skammt er á milli Öxneyjar og Brokeyjar í my…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )