Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brokey

Brokey, mikil hlunnindajörð, er stærst Breiðarfjarðareyja.

Þar bjó Jón Pétursson, fálkafangari, (1584-1667). Hann sigldi víða á yngri árum og kunni  þýzku, dönsku og ensku, sem var fátítt. Hann hlúði að og nýtti æðarvarp í eynni og var frumkvöðull að dúnhreinsun og útflutingi hans. Hann eignaðist 30 börn, hið síðasta, þegar hann var á níræðisaldri.

Hans Becker, danskur maður, bjó þar og var gerður að lögmanni Norður- og Vesturlands á f.hl. 18. aldar. Hann samdi m.a. ritgerð um viðreisn Íslands. Leifar kornmyllu, sem Vigfús Hjaltalín setti þarna upp, sjást enn þá.

Myndasafn

Í grend

Breiðafjarðareyjar
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri og , eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhv…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )