Brokey, mikil hlunnindajörð, er stærst Breiðarfjarðareyja.
Þar bjó Jón Pétursson, fálkafangari, (1584-1667). Hann sigldi víða á yngri árum og kunni
þýzku, dönsku og ensku, sem var fátítt. Hann hlúði að og nýtti æðarvarp í eynni og var frumkvöðull að dúnhreinsun og útflutingi hans. Hann eignaðist 30 börn, hið síðasta, þegar hann var á níræðisaldri.
Hans Becker, danskur maður, bjó þar og var gerður að lögmanni Norður- og Vesturlands á f.hl. 18. aldar. Hann samdi m.a. ritgerð um viðreisn Íslands. Leifar kornmyllu, sem Vigfús Hjaltalín setti þarna upp, sjást enn þá.
þýzku, dönsku og ensku, sem var fátítt. Hann hlúði að og nýtti æðarvarp í eynni og var frumkvöðull að dúnhreinsun og útflutingi hans. Hann eignaðist 30 börn, hið síðasta, þegar hann var á níræðisaldri.