Brokey, mikil hlunnindajörð, er stærst Breiðarfjarðareyja.
Þar bjó Jón Pétursson, fálkafangari, (1584-1667). Hann sigldi víða á yngri árum og kunni þýzku, dönsku og ensku, sem var fátítt. Hann hlúði að og nýtti æðarvarp í eynni og var frumkvöðull að dúnhreinsun og útflutingi hans. Hann eignaðist 30 börn, hið síðasta, þegar hann var á níræðisaldri.
Hans Becker, danskur maður, bjó þar og var gerður að lögmanni Norður- og Vesturlands á f.hl. 18. aldar. Hann samdi m.a. ritgerð um viðreisn Íslands. Leifar kornmyllu, sem Vigfús Hjaltalín setti þarna upp, sjást enn þá.