Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brjánslækjarkirkja

Brjánslækjarkirkja er í Tálknafjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Brjánslækur er fornt  , kirkjustaður og lengi prestssetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum Gregoríusi. Útkirkja var í Haga.

Prestakallið var lagt niður 1970 og sóknir þess lagðar til Sauðlauksdals. Þá hafði enginn prestur setið á Brjánslæk frá 1935.

Núverandi kirkja var vígð 1908. Hún var byggð eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar. Þórarinn B. Þorláksson, listmálari, málaði altaristöfluna 1912. Hún sýnir Krist með lamb í fanginu. Í kirkjunni er kaleikur frá 1804.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )