Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsalda

Brennisteinsfjöll eru sunnan Lönguhlíðar á Reykjanesi. Þau eru mjög eldbrunnin og hraunfossar frá  liggja niður fjallahlíðar í átt að Herdísarvík. Þessi fjallshryggur hefur verið eldvirkur fyrir og eftir landnám.

Englendingar hófu þar brennisteinsnám í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði. Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum
og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn. Flutningaleiðin var um Grindaskörð til Hafnarfjarðar.
( brennistein var notaður í byssupúður,)

Myndasafn

Í grennd

Herdísarvík
Fyrrum stórbýlið Herdísarvík, sem nú er í eyði, stendur við samnefnda vík við rætur sunnanverðs   Reykjanesskagans. Hamrar Herdísarvíkurfjalls (329m) …
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )