Samkvæmt Landnámu nam Þórir Lína land í Breiðuvík. Stóraá (Víkurá) á ósa á breiðri sandströnd fyrir víkurinnar. Áin er að mestu leyti mörkin milli jarðanna Breiðuvíkur og Litlu-Víkur sunnan ár. Síðar nefndi bærinn fór í eyði 1945. Breiðuvíkurbærinn stóð skammt frá sjó norðan árinnar. Þar var löngum tvíbýli en bærinn fór í eyði 1947. Þar var mikið landrými en lendingarskilyrði voru slæm. Víkin er velgróin og litskrúðug ríólítfjöllin eru fögur ásýndar.
Þar reistu landeigendur og Slysavarnarsveitin Sveitungi á Borgarfirði byggðu þar neyðarskýli á níunda áratugnum og sumarið 1998 byggð Ferðafélag Fljótsdalshéraðs þar 33 manna skála.