Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bonaire

Bonaire er ein Litlu-Antilleyja (Hléeyja) og tilheyrir Hollenzku-Antilleyjum.Flatarmálið er 288 km². Íbúafjöldinn er u.þ.b. 11.000, höfuðstaðurinn Kralendijk og tungumálin hollenzka, papiamento og enska. Flugsamgöngur oft á dag milli Bonaire og nærliggjandi eyja, s.s. Curaçao og Aruba. Einnig milli Bonaire og Amsterdam (Holland) og Caracas (Venezuela).

Skemmtiferðaskip koma oft við og bátar sigla til Curaçao og ýmissa staða á norðurströnd Venezuela.

*Bonaire Marine Park. Allt grunnsævi umhverfis eyjuna er náttúruverndarsvæði. Kafarar og veiðimenn, ofansjávar og neðan, verða að hlíta ákveðnum reglum við iðju sína. Þetta sjávarsvæði er eitt hið litríkasta í Karíbahafinu.

Skyggnið neðansjávar er u.þ.b. 30 m. Þar er m.a. að finna mikinn fjölda kóralla-tegunda, líka svarta og urmul af hitabeltisfiskum, sem gera köfun og myndatökur ógleymanlegar. Einkum er gaman að kafa og skoða lífið í hafinu í The Lake fyrir suðvesturströndinni. Þar, í grennd við kóralrifið, sem kallað er ‘Lísa í undralandi’ var gömlu flutningaskipi sökkt. Kafarar geta kynnst því, hvernig sjávargróðurinn, svampar og kórallar þekja flakið smám saman. Á norðvesturströndinni er rannsóknarstofa í sjávarlíffræði í húsnæði gamla Karpatabúgarðsins.

 

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )