Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blöðruselur

Heimkynni blöðruselsins eru aðallega við Grænland og Nýfundnaland en hann flækist víða, s.s. til   Bretlands, Íslands og Noregs.  Hann kæpir á ísröndinni í apríl til maí.  Ofan á snjáldri hans er stór blaðra /(20×30 sm), sem hann blæs upp, þegar hann er í vígahug.  Hann var annar mesti veiðiselur Grænlendinga.

Norskir selfangarar veiddu hann mikið við Grænland á síðari hluta 19. aldar.  Brimillinn getur verið hættulegur veiðimönnum.  Hann ræðst á báta og brýtur þá. Hámarkslengd er tæpir 3 m.

Myndasafn

Í grennd

Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )