Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. Landnáma telur Skálabrekku vera í Bláskógum. Þar er einnig getið Grímkels goða í Bláskógum en samkvæmt Harðar sögu, bjó hann „suður af fjöllum, skammt frá Ölfusvatni“, og færði síðar bú sitt að Ölfusvatni.
Menn hafa þótzt hafa fundið rústir fyrri bústaðar Grímkels rétt utan túns í Króki í Grafningi. Löngu síðar er Ölkofri sagður hafa búið í Bláskógum á Þórhallsstöðum, en bær hans er talinn hafa staðið á svipuðum slóðum og bærinn Skógarkot. Nafnið Bláskógaheiði er oft nefnt í fornritum og virðist eiga við fjallveginn milli Reykjadals syðri (Lundareykjadals) og Þingvallasveitar.
Söguslóðir Suðurland