Bjarneyjar eru syðstar Vestureyja á Breiðafirði. Þær eru 10 og voru ásamt Stagley í byggð. Þar var margbýlt áður en þær fóru í eyði og þar var elzta verstöð landsins. Árið 1703 voru gerðir þaðan út 50 opnir bátar með allt að 230 manns innanborðs.
Samkvæmt Laxdælasögu drukknaði þar síðasti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur, Þorkell Eyjólfsson.