Bjarnarneskirkja er í Bjarnanesprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Bjarnanes er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur í Nesjum. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Kirkjur stóðu þar til ársins 1911, þegar ný kirkja var vígð við Laxá í Nesjum. Hún stóð til u.þ.b. 1965 en ný kirkja í Bjarnanesi var vígð árið 1976. Henni, ásamt Stafafells- og Hoffellskirkjum er þjónað frá Höfn.