Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bíldudalskirkja

Bildudalskirkja er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi.  Bíldudalur er kauptún við  Bíldudalsvog að vestan.  Kirkja hefur verið í Bíldudal frá 1906, þegar  hún var flutt þangað frá Otradal, og þar hefur setið prestur þar til á síðustu árum.

Meðal fornra gripa í kirkjunni eru skírnarsár, tvær altaristöflur, kaleikur og patina úr silfri.  Þórarinn B. Þorláksson, listmálari, málaði aðra töfluna, sem sýnir Maríu við gröf Krists, sem sagði þá: „Kona, því grætur þú?”  Hin taflan er af kvöldmáltíðinni frá 1737.  Á predikunarstólnum, sem er frá 1699 eru myndir af Kiristi og postulunum.  Selárdalskirkjur tilheyra prestakallinu.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )