Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bessastaðavötn

Bessastaðavötn eru í Fljótsdalshreppi á Fljótsdalsheiði í N-Múlasýslu. Þau eru 1,4 km², nokkuð   djúp og í   657 m hæð yfir sjó. Samband er á milli þeirra en lítið rennur til þeirra ofanjarðar. Frá þeim rennur Lambakíll til Bessastaðaár, en hún rennur til Lagarfljóts.

Yfir heiðina lá fyrrum fjölfarin, vörðuð leið fram hjá vötnunum. Hún er slarkfær jeppum. Bleikja er í vötnunum, bæði stór og góð. Netaveiði hefur verið reynd með góðum árangri. Silungsseiði voru tekin úr bæjarlæk og sleppt í vötnin, en ekki er vitað um árangur af þeirri aðgerð. Vegalengdin frá Reykjavík er 710 km um Hvalfjarðargöng og 50 frá Egilsstöðum.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )