Baulutjörn er í Mýrarhreppi í A-Skaftafellssýslu. Hún er 0,04 km², dýpst 4 m og í 8 m hæð yfir sjó. , sem rennur úr henni til Djúpár. Hann vex mikið í rigningartíð, svo að fiskur á greiða leið úr og í tjörnina. Umhverfið er gróið land, sumpart tún, og hringvegurinn nr. 1 liggur á tjarnarbakkanum. Mikið er af fremur smáum urriða í tjörninni og netaveiði er ekki stunduð. Stutt er í bændagistingu í grennd við Baulutjörn. Þótt Baulutjörn sé bæði grunn og lítil, geymir hún eina af furðum Íslands.
Eitt sinn voru bændur að slátra nauti nærri tjörninni og hurfu skamma stund frá verkinu. Þegar þeir komu til baka, sáu þeir bola hlaupa í tjörnina, dragandi á eftir sér hálfflegna húðina. Síðan hafa heyrst og heyrast enn þá hin furðulegustu hljóð í mörgum tóntegundum frá tjörninni. Mest ber á þessu á kyrrum og köldum vetrarkvöldum. Sagt er að skrímsli valdi þessum hljóðum. Sjónarvottar segja þetta dýr lítið og líkara hvolpi en nauti.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b.430 km og 20 km frá Höfn.