Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Barðsneshorn

Barðsneshorn, stundum kallað Horn, er ysta táin á Barðsnesi, sem er útvörður Norðfjarðarflóa að   austan. Hornið er mjög sæbratt og fjallið þar inn af er úr ríólíti en ofan á því eru þykk brotabergs- og gjóskulög. Líkt og annars staðar á Austfjörðum hallar berglögunum þar bratt til vesturs og líkur benda til, að þarna séu leifar af stórri eldstöð, sem sjórinn hefur veðrað að mestu.

Ríólítið kemur skírt fram í hinum litríku Rauðubjörgum, vestast á nesinu. Þarna finnast baggalútar, sem eru líka kallaðir hreðjasteinar, grænn biksteinn og niðri við sjó eru uppréttir, kolaðir trjástofnar, allt að einum metra í þvermál. Sumir telja þessa stofna elztu gróðurleifar landsins (15 millj. ára). Á nesinu voru fyrrum fimm bæir, þegar flest var, og útsýni er frábært á góðum degi.

Myndasafn

Í grennd

Neskaupsstaður
Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngu…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )