Barðskirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Barð er bær, kirkjustaður og fyrrum í Fljótum. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum krossi og Ólafi helga Noregskonungi.
Útkirkja var í Holti. Barðsprestakall var lagt niður 1970 og báðar sóknir lagðar til Hofsóss. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1880 og forkirkjunni var bætt við 1919.