Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bakkagerðiskirkja

Bakkagerðiskirkja er í Desjamýrarprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Skammt frá Álfaborg í Borgarfirði,  bakkagerdiskirjja neðst í þorpinu, stendur Bakkagerðiskirkja. Áður var kirkja á Desjarmýri en sú, sem nú stendur í Bakkagerði var vígð 1901.

Í kirkjunni er forkunnarfögur altaristafla, máluð af Jóhannesi Kjarval 1914. Hún sýnir Krist flytja fjallræðuna, standandi á Álfaborginni með Dyrfjöll í baksýn. Þessi altaristafla fékkst ekki vígð, vegna þess, að myndsvið hennar er Álfaborgin. Taflan er eitt merkasta listaverk Kjarvals og stór hluti ferðamanna sem heimsækja Borgarfjörð skoðar hana.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )