Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ás í Fellum

Ás í Fellum er fyrrum prestssetur, bær og kirkjustaður í Fellum. Þar var kirkjan helguð Maríu    í katólskri tíð. Prestakallið var lagt niður 1883 og fell undir Valþjófsstað. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1898. Séra Sigurður Gunnarsson (1848-1936), prófastur, var síðastur presta í Ásprestakalli. Hann varð síðar prestur á Valþjófsstað og í Stykkishólmi.

Hörmulegt slys varð í Ási í nóvember 1946, þegar bóndinn, Guttormur Brynjólfsson, dætur hans tvær og bróðurdóttir fórust, líklega af völdum jarðsprengju. Árið 1941 höfðu brezkir setuliðsmenn æfingu þar sem slysið varð. Þau stóðu öll uppi á melhól, þegar eldblossi sást skyndilega, og þegar að var komið, voru þau öll látin og með mikla áverka.

Gunnlaugur Þórðarson (1819-1861), rithöfundur og fræðimaður, sem vann mikið í Kaupmannahöfn að fræðistörfum, var fæddur í Ási. Hann vann m.a. að útgáfu fornrita og orðabók Richards Cleasbys og samdi ritgerð um túna- og engjarækt.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )