Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

ARNEY

Langeyjarnes, Efri- og Fremri-Langey og Arney ganga til suðvesturs út frá Klofningi.

Arneyjar er getið í Sturlungu árið 1243, þegar Kolbeinn ungi komst með hluta liðs sins til eyjarinnar á leiðinni út í Fagurey, þar sem hann ætlaði að ráðast á Sturlu Þórðarson.

Arneyjarsund er siglingarleiðin milli Arneyjar, Bíldseyjar og Fagureyjar og það er ekki gengt á fjöru.  Brjóturinn er væður um allar fjörur. Búskapur var talsverður í eyjunni, sem lá löngum undir Skarð. Árið 1705 voru þar 19 manns á þremur heimilum. Árið 1707 voru þar 15 manns á tveimur bæjum, átta nautgripir og 45 kindur. Þar voru líka tvær húskonur, sem réru til fiskjar. Árið 1920 voru níu manns í eyjunni og föst búseta hélzt fram yfir miðja 20. öldina. Húsum hefur verið haldið við og þau nýtt sem sumardvalarstaður.

Talsverð örnefnagnótt er í Arney, þótt fáar sögur sé henni tengdar. Talsvert er um frásagnir af huldufólki í eyjunni, m.a. hvernig það nýtti sér hrúta bænda fyrir ær sínar um fengitímann.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )