Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftamýrarkirkja

Álftamýrarkirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Álftamýri er eyðibýli við    Arnarfjörð, fyrrum kirkjustaður og prestssetur til 1880, en þá var sóknin lögð til Hrafnseyrar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og Jóhannesi skírara.

Bærinn fór í eyði skömmu eftir 1950. Kirkjan, sem var byggð þar 1896 skemmdist í ofviðri 1966. Skömmu síðar var hún tekin ofan og sóknin sameinaðist Hrafnseyrarsókn.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )