Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álfasteinn

Fyrirtækið Álfasteinn var stofnað 1981. Það vinnur bæði minjagripi og ýmsa nytjahluti úr íslenzkum steinum. Verzlun Álfasteins var opin alla daga vikunnar yfir sumarið og hana ættu allir þeir, sem heimsækja staðinn að skoða. Þar er að finna glæsilegt safn steina, sem fundizt hafa á Borgarfjarðarsvæðinu auk þess sem hægt er að kaupa þar fallega muni unna úr steini. Í Álfasteini er veitingahúsið Álfakaffi starfrækt um sumartímann og þar smakkast fiskisúpan vel. Veitingasala er líka í félagsheimilinu á Bakkagerði, þar sem meiri áherzla er lögð á íslenzku kjötsúpuna. Betra er að hringja á undan hópum fólks.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )