Akureyjarkirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Akureyjarsókn varð til 1912, þegar Voðmúlastaða- og Sigluvíkursóknir voru sameinaðar með kirkju í Akurey. Henni er þjónað frá Bergþórshvoli. Kirkjan var byggð úr timbri og vígð 1912. Eftirmynd af Kristi og barninu eftir Carl Blochs, sem var máluð í kringum 1880, er altaristafla kirkjunnar. Þarna er líka félagsheimilið Njálsbúð frá 1954, sem er líka barnaskóli sveitarinna.