Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akureyjar í Helgafellssveit

Akureyjar Helgafellssveit

Þessar Akureyjar eru í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu en eru samnefndar eyjaklasa undan Skarðsströnd, sem er mun þekktari. Talsverð hlunnindi voru og eru þar af fugli, fjöru og fiski og þar voru verstöðvar fyrir 1700. Þaðan er elzti varðveitti bátur með breiðfirzku lagi.

Samkvæmt Heiðarvígasögu sló Víga-Styr eign sinni á Akureyjar með dólgsskap og fölskum sökum. Árið 1360 voru eyjarnar í eigu Helgafellsklausturs. Árið 1702 áttu 16 manns heima í Akureyjum og þar voru 8 nautgripir og 9 kindur. Tíu manns bjuggu þar á árunum 1890-1920 og síðustu ábúendur fóru þaðan 1952. Nafn eyjanna gefur til kynna akuryrkju og e.t.v. hefur Björn austræni eða afkomendur hans ræktað þar korn. Óljósar menjar um akurgerði eru milli Norður- og Suðurhöfða og suðvestan Fótabarðs eru merki um akra.
Skeley er sunnan Bæjarvogsins. Þar voru tvær hjáleigur eða búðir um 1700 og voru líklega fleiri fyrrum.

Fáskrúð er gróðursnauð eyja 2½ km norðan Akureyja og 2 km norðar er hólmi, sem heitir Gagnsleysa. Fjórum km norðaustar er einhver fjölsóttasta verstöð í sunnanverðum Breiðafirði fyrrum, Höskuldsey.

Klængur Þorsteinsson Skálholtsbiskup vígði Águstusarklaustur í Flatey á Breiðafirði árið 1172. Af ókunnum ástæðum var það flutt til Helgafells 1184 eða 1185. Leiddar hafa verið líkur að því, að það hefði verið betur í sveit sett á meginlandinu, þar sem Helgafell var í alfaraleið. Ögmundur Kálfsson varð fyrst ábóti þess og það starfaði til siðaskipta.

Á miðöldum voru aðeins tvö nunnuklaustur starfrækt á landinu. Þau störfuðu bæði í anda heilags Benedikts.

Myndasafn

Í grennd

Akureyjar Skarðsströnd
Akureyjar Akureyjar eru safn 30 eyja og grösugra hólma, sem töldust einna beztar til búsetu á Breiðafirði. Heimaeyjan er í miðjum, þéttum eyjaklasanu…
Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )