Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Aðventistar

Söfnuðurinn er samfélag trúaðra sem játa Jesú Krist sem Drottin og frelsara. Í óslitnu framhaldi af lýð Guðs á tímum Gamla testamentisins erum við kölluð út úr heiminum. Við komum saman til tilbeiðslu, til sameiningar, til að fræðast um Orðið, til neyzlu kvöldmáltíðar Drottins, til þjónustu við allt mannkyn og til boðunar Orðsins um allan heim. Söfnuðurinn fær vald sitt frá Kristi sem er Orðið holdi klætt, og frá ritningunum sem eru hið ritaða Orð. Söfnuðurinn er fjölskylda Guðs sem hann hefur tekið að sér sem sín börn. Meðlimir hans lifa á grundvelli hins nýja sáttmála. Söfnuðurinn er líkami Krists, samfélag truar, þar sem Kristur er sjálfur höfuðið. Söfnuðurinn er brúðurin sem Kristur dó fyrir til þess að hann gæti helgað söfnuðinn og hreinsað hann. Þegar Kristur kemur aftur sigri hrósandi mun hann taka söfnuðinn til sín sem dýrlegan söfnuð, hina trúföstu um allar aldir, þá sem hann keypti með blóði sínu.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )