Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ósvör Bolungarvík

Safnið Ósvör í Bolungarvík

Sjóminjasafnið í Ósvör

Safnið í Ósvör er endurgerð verstöð frá árabátatímanum, ein hin elzta sinnar tegundar á landinu, og áherzla var lögð á að halda henni í sem upprunalegastri mynd.

Í Ósvör er verbúð, salthús, fiskihjallar, sexæringur, dráttarspil, fiskireitur og útihjallar sem gefa staðnum blæ liðinna tíma. Inni við eru munir sem tilheyra árabátatímanum, skinnklæði sjómanna og ýmis verkfæri og munir sem voru nauðsynlegir vermönnum til daglegra nota. Safnvörðurinn í Ósvör er oft í sjófötum árabátatímans og fiskarnir hanga í trönunum.

Myndasafn

Í grennd

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )