Pétursey er stakt móbergsfjall (275m) austan Sólheimasands í Mýrdal.
Fjallið hét áður Eyjan há. Það er mjög gróið og merki sjást um hærri sjávarstöðu fyrrum. Á sturlungaöld bjuggust 200 manns til varnar uppi á fjallinu.
Eyjarhóll er strýtumyndaður hóll sunnan fjallsins. Hann er gígtappi úr blágrýti og við hann og fjallið eru fjöldamargar sagnir um huldufólk tengdar. Grónar hlíðarnar eru smástöllóttar. Þessir stallar myndast við hægt sig jarðvegs.