Múlatungur og Teigstungur fylgdu bæjum eða jörðum í Fljótshlíð og Goðaland var löngum í eigu Breiðabólstaðar í Fljótshlíð en prestar staðarins leigðu Austur-Eyfellingum afnotaréttinn. Goðaland er bezti afrétturinn sunnan Krossár á milli Hrunár og Hvannár. Þar blasir við Réttarfell (503m) vestast. Austar er Útigönguhöfði (805m) og Heiðarhorn. Álfakirkjan er turnmyndaður klettur með hellisskúta í Réttarfelli á móti mynni Langadals og austar í fellinu er klettahaus, sem heitir Hattur. Þá taka við Básar, þar sem Ferðafélagið Útivist er með aðstöðu og í þeim miðjum er hæð, sem heitir Bólhaus eða Bólfell. Básar og hlíðarnar í kring eru skjólsælt, skógi og kjarri klætt svæði. Brött og mosavaxin hlíðin upp af Básum er kölluð Votupallar.
Strákagil liggur upp úr Básum austanverðum og þar liggur leiðin upp á Heiðarhorn, Morinsheiði og Fimmvörðuh