Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Biskupsbrekka

Biskupsbrekka er suðaustan við Hallbjarnarvörður við Sæluhúskvísl, sem rennur í Sandvatn í  Sandkluftum. Þar skiptust leiðir, um Uxahryggi til Lundareykjardals og norður Kaldadal.

Hinn 30. ágúst 1720 var Jón Vídalín biskup á leiðinni vestur í Staðarstað á Snæfellsnesi til jarðarfarar séra Þórðar Jónssonar (1672-1720), mágs sins, þegar hann varð skyndilega veikur og lézt.

biskupsbrekka
Kross var reistur á staðnum til minningar um þennan atburð. Þarna var sæluhús forðum og Sæluhúsflói er þar vestur af. Sagt er, að biskup hafi kveðið þessa vísu áður en hann hélt að heiman frá Skálholtsstað:

 

Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal,
kólna tekur núna.

Myndasafn

Í grennd

Hallbjarnarvörður
Hallbjarnarvörður eru hæð skammt norðan Biskupsbrekku. Hallbjarnar Oddsonar frá Kiðjabergi í Grímsnesi er getið í Landnámu. Hann hafði fengið  Hallg…
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 183…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )