Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baikalvatn Suður-Síberíu

Baikalvatn er í Suður-Síberíu. Mesta dýpi þess er 1637 m, sem gerir það að dýpsta vatni heims. Vatnsbirgðir þess eru taldar vera nálægt fimmtungi alls ferskvatns á yfirborði jarðar. Vatnið fyllir gríðarmikinn sigdal og var dýpra áður en setlög fóru að safnast á botn þess. Flatarmál þess er 31.470 km² og strandlengja þess er 1960 km. Það er því þriðja stærsta vatn Asíu, aðeins Kaspíahaf og Aralvatn eru stærri en stærsta ferska stöðuvatnið. Síðustu tvo áratugi 20. aldar nýttu íbúar svæðanna umhverfis það u.þ.b. fjórðung vatnsbirgðanna. Vatnið er bogalagað og er allt að 621 km langt og 14-80 km breitt

Til vatnsins falla árnar Selenga, Barguzin og Verkhnaya Angara og rúmlega 300 fjallalækir. Neðri-Angara-áin fellur úr vatninu til Yeiisey-árinnar. Irkutsk, stærsti bærinn við vatnið, er við útfallið. Hlíðabrattir Baikal-, Barguzin- og fleiri fjallahryggir umkringja vatnið nema við Selengaósana í suðaustri. Stærsta eyja vatnsins er Olkhon. Nizhneangarsk og Listvyanka eru hafnir við vatnið.

Baikalvatn er þekkt fyrir kristaltært vatn og fjölbreytt dýra- og jurtalíf. Flestar tegundirnar eru bundnar þessu svæði, þ.m.t. hinir einstöku ferskvatnsselir, sem komu líklega syndandi upp eftir ánum á ísöld. Þeir einangruðust þarna í 1700 km fjarlægð frá sjó. Talsvert veiðist af styrju, laxi og sel auk annarra fisktegunda. Náttúrulegar olíulindir og hverir finnast í nágrenni vatnsins. Síberískur ættbálkur, buryat, býr við suðurenda vatnsins.

Rússar fundu Baikalvatn árið 1643 og þar þróaðist mikilvæg miðstöð á verzlunarleiðinni milli Kína og Rússlands. Á árunum 1950-70 losaði pappírs- og trjákvoðuverksmiðja við sunnanvert vatnið mikinn úrgang í vatnið og olli gífurlegu tjóni á einstæðri náttúru þess og umhverfisins. Á áttunda áratugnum var reynt að snúa þessari þróun við með vatnshreinsun. Veiðibann var í gildi á árunum 1969-77 og margar tegundir fiska náðu sér aftur á strik.

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast um Ísland
Markmið verkefnisins er að kynna íslenska ferðaþjónustu fyrir þeim sem veita upplýsingar fyrir ferðamenn, á hótelum, upplýsingamiðstöðum og hjá öðrum…
Stærstu stöðuvötn
1. Þórisvatn (vatnsmiðlun)  83-88 2. Þingvallavatn  82 3. Lögurinn  53 4. Mývatn  37 5. Hvítárvatn  30 6. Hópið  29 7. Langisjór  27 8. Kvíslav…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )