Knarrarósviti er 26 metra hár viti sem stendur við Knarrarós austan við Stokkseyri. Vitinn stendur á landi Baugsstaða og er svæðið kallað kampur. Vitinn er nefndur eftir ós sem er fyrir framan hann sem kallaður er Knarrarós. Hann var byggður árið 1939.